
Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Árborg. Ljósm. af facebook síðu Kára
Kári og Víkingur Ó áfram í Mjólkurbikarnum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Kári tók á móti liði Árborgar í 1. umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Kári gerði út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum á átta mínútna kafla. Fyrst var það Fylkir Jóhannsson sem skoraði á 35. mínútu og síðan bættu þeir Ingimar Elí Hlynsson og Nikulás Ísar Bjarkason við einu marki hvor fyrir hálfleik. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og lokastaðan því 3-0 fyrir Kára.\r\n\r\nVíkingur Ólafsvík heimsótti sameiginlegt lið Berserkja og Mídasar á Víkingsvöllinn á laugardaginn og vann öruggan sigur, 0-6. Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi yfir eftir korters leik og Ísak Máni Guðjónsson skoraði síðan annað mark Víkings á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ísak Máni var aftur á ferðinni á 50. mínútu áður en Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði tvö mörk á þremur mínútum fyrir Víking. Ísak Máni gulltryggði síðan sigurinn og þrennuna skömmu síðar, lokatölur 0-6.\r\n\r\nÞað er því ljóst að Kári og Víkingur Ó mætast í Vesturlandsslag í 2. umferð í Mjólkurbikarnum laugardaginn 23. apríl í Akraneshöllinni um sæti í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin voru saman í riðli í Lengjubikarnum og þar hafði Víkingur sigur, 3-4 en leikurinn fór fram um miðjan febrúar.\r\n\r\nÁ sunnudaginn áttu að mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins lið Reynis Hellissands og Skallagríms úr Borgarnesi í Vesturlandsslag á Ólafsvíkurvelli en leiknum var frestað vegna vallaraðstæðna þar sem of mikill snjór var á vellinum. Nýr leiktími er ekki ákveðinn en leikurinn verður líklegast á miðvikudag klukkan 20 í Ólafsvík.\r\n\r\nKvennalið ÍA lék á laugardaginn síðasta leik sinn í riðli 2 í C deild kvenna þegar þær unnu öruggan sigur á liði Einherja í Boganum á Akureyri. Eftir aðeins fimm mínútna leik var ÍA komið í 0-2 með mörkum frá Erlu Karítas Jóhannesdóttur og Lilju Björgu Ólafsdóttur. Á lokamínútu fyrri hálfleiks var Karítas Anja Magnadóttir leikmaður Einherja rekin út af og því ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir heimastúlkur sem varð svo raunin. Erna Björt Elíasdóttir kom gestunum í þriggja marka forystu á 66. mínútu, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir bætti við marki níu mínútum síðar og það var síðan Erna Björt sem skoraði sitt annað mark fimm mínútum fyrir lokaflautið, úrslitin 0-5 fyrir ÍA.\r\n\r\nÍA mætir að öllum líkindum liði Sindra í undanúrslitum C deildar og er leikurinn áætlaður mánudaginn 18. apríl, á annan í páskum, í Akraneshöllinni klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}