
Preslava Koleva og Gunnhildur Gunnarsdóttir í leiknum gegn Breiðabliki. Ljósm. karfan.is/Márus Björgvin
Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap gegn Breiðabliki
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfell og Breiðablik mættust í gær í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Smáranum í Kópavogi. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar og staðan 8:10 fyrir Breiðablik eftir fimm mínútna leik. Úrvalsdeildarliðið úr Kópavogi var líklegra til afreka og leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta jókst munurinn jafnt og þétt, reyndar náði Snæfell að minnka muninn í fimm stig, 30:35, þegar þær skoruðu tíu stig gegn tveimur um rúmlega miðjan leikhlutann en síðan gerði Breiðablik nánast slíkt hið sama og náði 13-2 áhlaupi, staðan í hálfleik 33:48.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta var þetta á svipuðum nótum, Snæfellskonur reyndu hvað þær gátu en komust lítt áleiðis og Breiðablik hafði leikinn í höndum sér, staðan 46:71 fyrir síðasta fjórðunginn. Skondið atvik átti sér stað í byrjun fjórða leikhluta þegar leikmaður Breiðabliks virtist vera eitthvað áttavillt þegar hún tók skot að sinni eigin körfu en hitti ekki og slapp við það að gera sjálfskörfu. Þetta sló Breiðablikskonur þó ekki út af laginu, Snæfell náði aðeins að skora fjögur stig á sjö mínútna kafla og heimakonur héldu áfram sína leið að úrslitaleiknum og unnu að lokum stórsigur, 55:89.\r\n\r\nÞað sást í leiknum að það er mikill getumunur á liðunum. Breiðablik er í sjötta sæti í Subway deildinni og Snæfell nýbúnar að missa af sæti í úrslitakeppni fyrstu deildar. Hið unga lið Snæfells er ekki með mikla breidd og það kom berlega í ljós þegar líða tók á leikinn. Þær mega þó eiga það að þær voru mættar í Smárann til að njóta augnabliksins og ljóst að þessi leikur var eftirminnileg stund fyrir yngri leikmenn Snæfells sem munu taka við keflinu á næstu árum.\r\n\r\nStigahæstar í liði Snæfells voru þær Preslava Koleva með 14 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 12 stig og Dagný Inga Magnúsdóttir með 9 stig. Hjá Breiðabliki var Michaela Kelly með 20 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir með 19 stig og 17 fráköst og Birgit Ósk Snorradóttir með 15 stig.\r\n\r\nSnæfell hefur því lokið keppni þennan veturinn og uppbyggingarferli þjálfarans Baldurs Þorleifssonar heldur áfram á næsta tímabili. Þessi vetur hefur verið lærdómsríkur fyrir leikmenn Snæfells og ljóst að þær munu vafalaust mæta sterkari til leiks á næsta keppnistímabili.",
"innerBlocks": []
}