Úr leik ÍA og Skallagríms á dögunum. Ljósm. vaks

Skagamenn töpuðu stórt fyrir Sindra

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn léku í gærkvöldi gegn Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik í síðasta heimaleik liðsins í vetur. Leikurinn byrjaði rólega en síðan tóku gestirnir fljótt yfirhöndina og leiddu með ellefu stigum við lok fyrsta leikhluta, 15:26. Gestirnir gáfu síðan Skagamönnum engin grið í öðrum leikhluta og voru komnir með 31 stigs forystu þegar flautað var til hálfleiks, 25:56.\r\n\r\nÁfram héldu Sindramenn að bæta við forskotið í þriðja leikhluta og hreint ótrúleg staða þegar bjallan gall við lok hans, staðan 37:91 fyrir Sindra. Sindramenn stigu heldur ekkert af bensíngjöfinni í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 56:120.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA voru Cristopher Clover með 24 stig, Lucien Christofis með 8 stig og Aron Elvar Dagsson með 6 stig. Hjá Sindra var Detrek Browning með 36 stig og 10 fráköst, Patrick Simon með 20 stig og Ismael Gonzalez með 14 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna og síðasti leikur þeirra á tímabilinu er gegn Fjölni föstudaginn 25. mars í Grafarvogi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn töpuðu stórt fyrir Sindra - Skessuhorn