Íþróttir

true

Skallagrímur með tap gegn Álftanesi

Álftanes og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn á slóðum forseta vors. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins en síðan tóku Skallagrímsmenn kipp og voru komnir með tíu stiga forystu eftir tæpar fimm mínútur í fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu síðan að koma til baka og…Lesa meira

true

Dregið í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum í körfunni

Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfuknattleik en Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla sáu um að draga rauðu kúlurnar upp úr skálinni að þessu sinni. Tvö Vesturlandslið voru í pottinum, kvennalið Snæfells dróst á móti úrvalsdeildarliði Fjölnis og karlalið Skallagríms mætir…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu á móti Hrunamönnum

ÍA og Hrunamenn mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram á Skipaskaga. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti í leiknum á meðan heimamenn voru alveg meðvitundarlausir, staðan 2:18 Hrunamönnum í vil eftir fimm mínútna leik. Skagamönnum gekk illa að minnka muninn en Gabriel Adersteg setti niður síðustu sex stigin í…Lesa meira

true

Arnór Smárason skrifar undir tveggja ára samning við ÍA

Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason hefur ákveðið að ganga til liðs við Skagamenn en Arnór kemur til ÍA frá Val þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö tímabil. Arnór er uppalinn hjá ÍA en lék aldrei með meistaraflokki ÍA á yngri árum og mun því loksins leika með uppeldisfélaginu en hann er 34 ára gamall. ÍA féll…Lesa meira

true

Snæfell sló Breiðablik út úr VÍS bikar kvenna

Lið Snæfells úr Stykkishólmi mætti í gær liði Breiðabliks sem leikur í efstu deild í 16 liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hólminum. Breiðablik skoraði fyrstu tvö stig leiksins en heimakonur svöruðu með átta stigum í röð og voru alls óhræddar við andstæðing sinn úr Subway deildinni. Um miðjan…Lesa meira

true

Bjartur Bjarmi genginn til liðs við Aftureldingu

Afturelding úr Mosfellsbæ sem leikur í Lengjudeildinni hefur samið við Bjart Bjarma Barkarson til næstu tveggja ára en hann kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík. Bjartur Bjarmi er tvítugur en hann hefur á ferlinum bæði leikið sem kant- og miðjumaður. Í sumar var Bjartur Bjarmi fyrirliði hjá Víkingi Ólafsvík þar sem hann skoraði átta mörk…Lesa meira

true

Snæfell með sjötta sigurinn í röð

Lið Aþenu/Leiknis/UMFK tók á móti liði Snæfells í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Austurbergi í Breiðholti. Það má með sanni segja að liðin hafi ekki beinlínis verið á skotskónum í leiknum því þau voru bæði rétt svo um og yfir tíu stigin nánast í öllum fjórum leikhlutunum. Í…Lesa meira

true

Skagamenn unnu sigur í síðasta heimaleik sumarsins

ÍA og ÍBV áttust við í fjórðu umferð í úrslitakeppni í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Eyjamenn komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Felix Örn Friðriksson hamraði boltann í slána og inn eftir að hafa farið illa með varnarmann ÍA. Viktor Jónsson fékk síðan…Lesa meira

true

Einar Margeir setti fjögur Akranesmet og eitt Íslandsmet

Sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness tók þátt í World Cup mótinu í Berlin um liðna helgi. Alls voru sex sundmenn frá Íslandi sem tókust á við sterkasta sundfólk heims. Íslenska landsliðið stóð sig mjög vel á mótinu og voru margar góðar bætingar. Einar Margeir synti mjög vel þar sem hann bætti sig í…Lesa meira

true

Skallagrímur með þriðja sigurinn í röð

Hrunamenn tóku á móti Skallagrímsmönnum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Gróðurhúsinu á Flúðum. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins en Skallagrímsmenn náðu síðan 0:7 kafla og staðan 11:20 eftir rúman fimm mínútna leik. Hrunamenn náðu síðan að koma til baka og minnka muninn í fjögur…Lesa meira