
Gísli Elvar Halldórsson formaður meistaraflokksráðs, Bjartur Bjarmi og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. Ljósm. af FB síðu Aftureldingar
Bjartur Bjarmi genginn til liðs við Aftureldingu
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Afturelding úr Mosfellsbæ sem leikur í Lengjudeildinni hefur samið við Bjart Bjarma Barkarson til næstu tveggja ára en hann kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík. Bjartur Bjarmi er tvítugur en hann hefur á ferlinum bæði leikið sem kant- og miðjumaður. Í sumar var Bjartur Bjarmi fyrirliði hjá Víkingi Ólafsvík þar sem hann skoraði átta mörk í sextán leikjum í 2. deildinni. Þrátt fyrir ungan aldur á Bjartur einnig að baki 47 leiki í næstefstu deild með Ólafsvíkingum sem og einn leik í efstu deild. Þá á Bjartur fimm leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.\r\n\r\n,,Mér líst mjög vel á verkefnið og þetta verður spennandi sumar,“ sagði Bjartur eftir undirskriftina, á FB síðu Aftureldingar. ,,Það sem hefur alltaf heillað mig við Aftureldingu er hvað þeir spila vel, halda í boltann og taka völdin í leikjum.“",
"innerBlocks": []
}