
Viktor Jónsson skoraði eitt og lagði upp tvö á móti ÍBV. Hér í leik gegn Fram fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Skagamenn unnu sigur í síðasta heimaleik sumarsins
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "ÍA og ÍBV áttust við í fjórðu umferð í úrslitakeppni í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Eyjamenn komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Felix Örn Friðriksson hamraði boltann í slána og inn eftir að hafa farið illa með varnarmann ÍA. Viktor Jónsson fékk síðan dauðafæri nokkru síðar þegar hann var einn á auðum sjó en skaut beint á markmann ÍBV. Rétt fyrir hálfleik skullu þeir Viktor og Jón Ingason harkalega saman á miðjum velli og steinlágu báðir á eftir. Jón var tekinn af velli en Viktor slapp með skrekkinn og hélt leik áfram.\r\n\r\nÍBV komst síðan í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik þegar Breki Ómarsson skallaði boltann auðveldlega í mark Skagamanna og gestirnir komnir í góða stöðu. Á 72. mínútu minnkaði Viktor muninn fyrir ÍA þegar hann skallaði fyrirgjöf Hlyns Sævars Jónssonar yfir markmann ÍBV og í netið og aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Johannes Vall átti þá sendingu fyrir markið þar sem Viktor kiksaði boltann yfir sig sem síðan barst til varamannsins Ármanns Inga Finnbogasonar sem negldi honum í nærhornið. Eftir þetta fengu bæði lið fjölmörg færi til að gera út um leikinn en nýttu þau ekki og allt útlit fyrir jafntefli. En á lokamínútu leiksins kom sigurmarkið. Eftir hornspyrnu skallaði títtnefndur Viktor Jónsson boltann fyrir markið og Hlynur Sævar náði síðan að nikka honum í netið, lokatölur 3-2 fyrir ÍA í skemmtilegum leik.\r\n\r\nÞegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu eru Skagamenn næst neðstir með 22 stig en Leiknir er fallinn í Lengjudeildina með 21 stig. ÍA fylgir þeim þangað nánast örugglega því þeir mæta FH í síðustu umferðinni sem er með 25 stig og þurfa Skagamenn að vinna þann leik með minnst tíu marka mun til að sleppa við fall. Leikur FH og ÍA verður næsta laugardag á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og hefst klukkan 13.", "innerBlocks": [] }