
Snæfellskonur hafa efni á því að brosa þessa dagana. Ljósm. sá
Snæfell með sjötta sigurinn í röð
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Lið Aþenu/Leiknis/UMFK tók á móti liði Snæfells í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Austurbergi í Breiðholti. Það má með sanni segja að liðin hafi ekki beinlínis verið á skotskónum í leiknum því þau voru bæði rétt svo um og yfir tíu stigin nánast í öllum fjórum leikhlutunum. Í fyrsta leikhluta skiptust liðin á að ná forskoti, hittnin hjá báðum liðum var slök og staðan 14:12 fyrir heimakonum þegar heyrðist í bjöllunni. Í öðrum leikhluta var þetta á svipuðum nótum, hittnin alls ekki upp á það besta og ansi mikið um tapaða bolta en Snæfell yfir í hálfleik, 22:24.\r\n\r\nÞrátt fyrir að liðin hafi tekið skotæfingu í hálfleikshléinu þá hjálpaði það ekki mikið þegar út í leikinn var komið og staðan eftir rúmar fimm mínútur, 27:32 Snæfelli í vil. Minea Takala átti svo síðasta orðið í þriðja leikhluta þegar hún setti niður þrist fyrir gestina og kom þeim í sex stiga forystu, 31:37. Það var því allt útlit fyrir spennandi leik í fjórða leikhluta en svo varð nú aldeilis ekki. Snæfell setti í lás og henti lyklinum því heimakonur skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu fimm mínútunum og síðan ekki söguna meir. Á sama tíma náði Snæfell að hitta á körfuna af og til en með geysigóðri vörn dugði það alveg hreint til sigurs og lokatölur 33:49 fyrir Snæfelli.\r\n\r\nCheah Rael Whitsitt var stigahæst hjá Snæfelli með 18 stig og jafnmörg fráköst, Ylenia Maria Bonett var með 16 stig og Minea Takala með 10 stig. Hjá Aþenu/Leikni/UMFK var Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 8 stig, Nerea Brajac með 8 stig og 10 fráköst og Elektra Mjöll Kubrzeniecka með 6 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells er í 16 liða úrslitum VÍS bikars kvenna gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks næsta sunnudag í Stykkishólmi og hefst klukkan 14.", "innerBlocks": [] }