Íþróttir
Skallagrímur er kominn í þriðja sætið ásamt Ármanni og Hamar. Ljósm. glh

Skallagrímur með þriðja sigurinn í röð

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hrunamenn tóku á móti Skallagrímsmönnum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Gróðurhúsinu á Flúðum. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins en Skallagrímsmenn náðu síðan 0:7 kafla og staðan 11:20 eftir rúman fimm mínútna leik. Hrunamenn náðu síðan að koma til baka og minnka muninn í fjögur stig áður en gestirnir tóku annan sprett og staðan 23:29 við lok fyrsta leikhluta. Hrunamenn hresstust í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn í tvö stig fljótlega en Skallagrímur náði þá góðum kafla og jók muninn í tíu stig þegar nálgaðist hálfleikinn. Heimamenn voru ekki alveg á því að missa gestina of langt frá sér og staðan í hálfleik, 47:54 fyrir Skallagrími.\r\n\r\nHrunamenn héldu áfram að herja á Skallagrímsmenn í þriðja leikhluta og náðu forystu eftir tæpar fimm mínútur, staðan 65:64. Liðin skiptust síðan á að ná forystu, staðan 75:76 fyrir gestunum þegar flautan gall og allt útlit fyrir spennandi lokahluta leiksins. En svo varð raunin ekki því verulega dró af heimamönnum, sérstaklega í sókninni þar sem sendingar fóru að mistakast og skotin að geiga. Skallagrímsmenn gengu á lagið, hittu vel utan af velli og gengu frá leiknum seinni hlutann. Á síðustu tæpum þremur mínútum leiksins skoruðu þeir 14 stig gegn aðeins þremur stigum Hrunamanna og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 94:113 Skallagrími í vil.\r\n\r\nHjá Skallagrími var Keith Jordan Jr. öflugur með 34 stig, 10 stoðsendingar, 9 fráköst og fiskaði 9 villur. Þá átti Björgvin Hafþór Ríkharðsson stórleik með 29 stig og 14 fráköst og Davíð Guðmundsson var með 18 stig en hann hitti úr 6 þriggja stiga skotum úr 7 tilraunum. Hjá Hrunamönnum var Ahmad Gilbert með 32 stig og 15 fráköst, Samuel Burt með 25 stig og Eyþór Orri Árnason með 14 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms í deildinni er gegn liði Hamars næsta föstudag í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur með þriðja sigurinn í röð - Skessuhorn