Íþróttir

Dregið í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum í körfunni

Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfuknattleik en Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla sáu um að draga rauðu kúlurnar upp úr skálinni að þessu sinni. Tvö Vesturlandslið voru í pottinum, kvennalið Snæfells dróst á móti úrvalsdeildarliði Fjölnis og karlalið Skallagríms mætir úrvalsdeildarliði Stjörnunnar sem er ríkjandi bikarmeistari.

Dregið í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum í körfunni - Skessuhorn