Íþróttir
Arnór Smárason er kominn heim aftur á Skagann. Ljósm.kfia.

Arnór Smárason skrifar undir tveggja ára samning við ÍA

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason hefur ákveðið að ganga til liðs við Skagamenn en Arnór kemur til ÍA frá Val þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö tímabil. Arnór er uppalinn hjá ÍA en lék aldrei með meistaraflokki ÍA á yngri árum og mun því loksins leika með uppeldisfélaginu en hann er 34 ára gamall. ÍA féll úr efstu deild á þessu tímabili niður í Lengjudeildina og þarf Arnór í það minnsta að bíða eitt ár eftir að leika með uppeldisfélaginu í efstu deild. Leikmaðurinn skoraði fimm mörk fyrir Val á leiktíðinni í 20 leikjum en hann lék með liðum í Danmörku, Rússlandi, Svíþjóð, Noregi og Hollandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands árið 2021.\r\n\r\nSóknarmaðurinn Viktor Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA til ársins 2024. Viktor hefur leikið með ÍA frá árinu 2019 en missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Þá hefur bakvörðurinn Árni Salvar Heimisson skrifað undir nýjan samning við ÍA til ársins 2025 en Árni Salvar er fæddur árið 2003 og kemur upp úr yngri flokkum ÍA. Þá kemur fram á FB síðu Knattspyrnufélags ÍA að heimild til riftunar hafi verið virkjuð í samningum Alexander Davey, Christian Köhler og Kaj Leo Í Bartalstovu. Þeir munu yfirgefa félagið ásamt Kristian Lindberg, Tobias Stagaard og Wout Droste en samningar þeirra runnu út eftir þetta tímabil.",
  "innerBlocks": []
}
Arnór Smárason skrifar undir tveggja ára samning við ÍA - Skessuhorn