
Snæfellskonur fagna sigrinum á móti Breiðablik. Ljósm af FB síðu Snæfells.
Snæfell sló Breiðablik út úr VÍS bikar kvenna
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Lið Snæfells úr Stykkishólmi mætti í gær liði Breiðabliks sem leikur í efstu deild í 16 liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hólminum. Breiðablik skoraði fyrstu tvö stig leiksins en heimakonur svöruðu með átta stigum í röð og voru alls óhræddar við andstæðing sinn úr Subway deildinni. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 13:7 Snæfelli í vil og þær leiddu með fimm stigum þegar bjallan lét heyra í sér, 20:15. Snæfell byrjaði síðan annan leikhluta af miklum krafti og munurinn 16 stig eftir aðeins þriggja mínútna leik, 33:17. Þá vaknaði Breiðablik af værum blundi, skoraði tólf stig í röð á fimm mínútna kafla en Snæfell átti síðasta orðið og staðan í hálfleik 36:29 fyrir Snæfelli.\r\n\r\nBreiðablik náði að minnka muninn í eitt stig fljótlega í þriðja leikhluta en þá gaf Snæfell aftur og enn í með 12:0 áhlaupi og staðan 50:37 eftir rúmar sex mínútur á klukkunni. Snæfell hélt þeirri stöðu nánast út leikhlutann og var með tíu stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 52:42. Þær náðu síðan 14 stiga forystu áður en Breiðablik svaraði fyrir sig með ellefu stigum í röð og aðeins þriggja stiga munur þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Breiðablik náði síðan að minnka muninn í tvö stig átta sekúndum fyrir leikslok en Dagný Inga Magnúsdóttir var hetja liðsins þegar hún hitti úr öðru vítaskoti sínu og stal síðan boltanum af leikmanni Breiðabliks undir lok leiksins, lokatölur 68:65 Snæfelli í vil. Snæfellskonur eru því komnar í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum og náðu að hefna fyrir tapið í undanúrslitum bikarsins í mars á þessu ári þegar þær töpuðu fyrir Breiðablik 55:89.\r\n\r\nCheah Rael Whitsitt var stigahæst hjá Snæfelli með 15 stig og 22 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 12 stig og þær Dagný Inga, Preslava Koleva og Minea Takala voru með 10 stig hver. Hjá Breiðablik var Sanja Orozovic með 26 stig og 15 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir með 13 stig og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með 11 stig.", "innerBlocks": [] }