Íþróttir
Skallagrímur hefur unnið þrjá leik af sjö í deildinni og er í 5.-8. sæti. Ljósm. glh

Skallagrímur með tap gegn Álftanesi

Álftanes og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn á slóðum forseta vors. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins en síðan tóku Skallagrímsmenn kipp og voru komnir með tíu stiga forystu eftir tæpar fimm mínútur í fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu síðan að koma til baka og staðan 22:24 gestunum í vil þegar flautan gall. Um miðjan annan leikhluta var enn mjótt á munum, 30:34, en þá náðu Skallagrímsmenn frábærum kafla þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn aðeins níu stigum Álftaness og leiddu með 13 stigum í hálfleik, 39:52.

Skallagrímur með tap gegn Álftanesi - Skessuhorn