Einar Margeir setti fjögur Akranesmet og eitt Íslandsmet
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness tók þátt í World Cup mótinu í Berlin um liðna helgi. Alls voru sex sundmenn frá Íslandi sem tókust á við sterkasta sundfólk heims. Íslenska landsliðið stóð sig mjög vel á mótinu og voru margar góðar bætingar. Einar Margeir synti mjög vel þar sem hann bætti sig í þremur af fjórum greinum sem hann synti. Setti hann þrjú Akranesmet og auk þess Íslandsmet í unglingaflokki.\r\n\r\nÍ 50 metra bringusundi synti hann á 27,94 sem var bæting um rúma sekúndu en gamla Akranesmetið átti hann sjálfur frá því í júní. Með þessu sló hann einnig unglingamet sem varði þó aðeins í rúmar fimm mínútur þar sem Daði Björnsson frá SH bætti það á tímanum 27,61. Í 200 metra bringusundi synti hann á 2:17,49 og bætti með því Akranesmet sem Hrafn Traustason átti á 2:17,84 frá árinu 2009. Í 100 metra fjórsundi bætti hann einnig metið sitt, synti á 58,80. Hann átti sjálfur tímann 58,84 frá því í september.\r\n\r\nNæsta mót hjá sundfólkinu frá Akranesi er Extramót SH sem fram fer um næstu helgi og er það hluti af undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramótið sem haldið verður 18.-20. nóvember.",
"innerBlocks": []
}