Íþróttir

true

Skagakonur með fyrsta sigurinn

Langt ferðalag var að baki hjá kvennaliði ÍA um helgina en þær gerðu sér ferð á Vopnafjörð og léku við lið Einherja í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Fyrir leik voru bæði lið án sigurs, Einherji hafði tapað tveimur leikjum og ÍA fyrir Fram 3-0 í sínum fyrsta leik. Þetta var því mikilvægur…Lesa meira

true

Púttkeppni eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 16. júní fer fram að Hamri í Borgarnesi fyrsta viðureign sumarsins hjá eldri borgurum úr Borgarbyggð og Akranesi í pútti. Verður þá keppt um farandbikar sem Húsasmiðjan á Akranesi gaf. Fyrsta keppnin í þessu samstarfi félaganna fór fram 2013 og er þetta því í tíunda sinn sem liðin mætast, en keppa skal um gripinn…Lesa meira

true

Kristín vann silfur á HM í kraftlyftingum

Kraftlyftingakonan og Borgfirðingurinn Kristín Þórhallsdóttir keppti í gær í mínus 84 kílóa flokki á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum en mótið fór fram í borginni Sun City í Suður Afríku. Kristín sem er önnur á heimlistanum og ríkjandi Evrópumeistari stóð fyllilega undir væntingum, vann silfur í sínum flokki og kemur heim hlaðin verðlaunapeningum og nýjum metum.…Lesa meira

true

Skallagrímur með fjórða sigurinn í röð

Kría og Skallagrímur áttust við í A riðli í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Sergio Fuentes Jorda kom Skallagrími yfir í leiknum eftir hálftíma leik en Birkir Rafnsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Elís Dofri Gylfason kom gestunum aftur…Lesa meira

true

Fór holu í höggi á Garðavelli

Kylfingurinn Lárus Hjaltested sló draumahöggið í síðustu viku á Garðavelli á Akranesi. Lárus fór holu í höggi á áttundu braut vallarins og komst þar með í einn eftirsóttasta klúbb landsins, Einherjaklúbbinn. Til að gerast meðlimur í Einherjaklúbbnum þurfa kylfingar að ná því að fara holu í höggi eða ná hinu svokallaða draumahöggi. Reglurnar um hvað…Lesa meira

true

Heimamaður sigraði í Jökulmílunni

Þriðja bikarmót Breiðabliks í götuhjólreiðum var haldið á Snæfellsnesi á laugardaginn. Þá var keppt í Jökulmílunni, en það voru Hjólamenn sem byrjuðu með þessa keppni fyrir nokkrum árum og er þetta bikarmót byggt á þeirri keppni. Keppt var í A, B og C flokkum karla og kvenna ásamt U15 og U17 flokkum ungmenna. Það var…Lesa meira

true

Kári lá fyrir Elliða

Elliði og Kári áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu síðasta föstudag og var leikurinn á Fylkisvelli í Árbæ. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en á 39. mínútu þegar Markús Máni Jónsson kom heimamönnum yfir og staðan 1-0 í hálfleik. Nikulás Ingi Björnsson kom Elliða í tveggja marka forystu á 73. mínútu…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík tapaði fyrir ÍR

Síðasta föstudag mættust Víkingur Ólafsvík og ÍR í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu og fór viðureignin fram í Ólafsvík. Gestirnir úr Breiðholtinu komust yfir strax á 2. mínútu með marki Bergvins Fannars Helgasonar og 20 mínútum síðar kom Jón Gísli Ström gestunum í tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og útlitið…Lesa meira

true

Markaþurrð á Vesturlandi í vikunni

Knattspyrnuliðin af Vesturlandi léku í liðinni viku og um helgina á Íslandsmótinu í knattspyrnu og virðast miðað við úrslit leikjanna alveg hafa gleymt að reima á sig markaskóna. Um var að ræða sjö viðureignir víða um landið hjá liðunum og í þessum leikjum öllum skoruðu þau ekki eitt einasta mark. Hver knattspyrnuleikur tekur um 90…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu stórt fyrir KR í Mjólkurbikarnum

ÍA fékk Bestu deildar lið KR í heimsókn á Akranesvöll á laugardaginn en tilefnið var leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir fimmtán mínútna leik kom Rasamee Phonsongkham KR yfir í leiknum og Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti síðan við tveimur mörkum, staðan 0-3 fyrir KR í hálfleik. Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði síðan tvö mörk fyrir KR…Lesa meira