
Andri Júlíusson fékk rautt spjald gegn Elliða. Ljósm. Kári
Kári lá fyrir Elliða
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Elliði og Kári áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu síðasta föstudag og var leikurinn á Fylkisvelli í Árbæ. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en á 39. mínútu þegar Markús Máni Jónsson kom heimamönnum yfir og staðan 1-0 í hálfleik.\r\n\r\nNikulás Ingi Björnsson kom Elliða í tveggja marka forystu á 73. mínútu og skömmu síðar fékk Andri Júlíusson fyrirliði Kára tvö gul spjöld og þar með rautt með stuttu millibili. Elliðamenn sigldu sigrinum örugglega í höfn og lokastaðan 2-0 sigur heimamanna.\r\n\r\nKári er nú í tíunda sæti deildarinnar eftir fimm umferðir með fjögur stig en KH og ÍH sitja í botnsætunum. Næsti leikur Káramanna í deildinni er á móti KFG næsta laugardag í Akraneshöllinni og hefst klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}