Þorsteinn er hér fyrir miðju í liði sínu Team Cube. Ljósm. tfk.

Heimamaður sigraði í Jökulmílunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Þriðja bikarmót Breiðabliks í götuhjólreiðum var haldið á Snæfellsnesi á laugardaginn. Þá var keppt í Jökulmílunni, en það voru Hjólamenn sem byrjuðu með þessa keppni fyrir nokkrum árum og er þetta bikarmót byggt á þeirri keppni. Keppt var í A, B og C flokkum karla og kvenna ásamt U15 og U17 flokkum ungmenna.\r\n\r\nÞað var heimamaðurinn Þorsteinn Bárðarson sem sigraði í A flokki karla í Jökulmílunni en hann fór 161 kílómetra á fjórum klukkustundum, þremur mínútum og fimmtíu og tveimur sekúndum og var aðeins nokkrum sekúndum á undan næstu mönnum sem voru í öðru til fimmta sæti. Þorsteinn hefur lagt stund á hjólreiðar undanfarin ár og hefur náð frábærum árangri.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_54032\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-54032 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/06/Heimamadur-sigradi-Jokulmiluna-_2-600x797.jpeg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"797\" /> Þrír efstu í Elite flokki karla. F.v. Rúnar Örn Ágústsson, Þorsteinn Bárðarson og Eyjólfur Guðgeirsson.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Heimamaður sigraði í Jökulmílunni - Skessuhorn