Úr leik ÍA og KR á laugardaginn. Ljósm. sas

Skagakonur töpuðu stórt fyrir KR í Mjólkurbikarnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA fékk Bestu deildar lið KR í heimsókn á Akranesvöll á laugardaginn en tilefnið var leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir fimmtán mínútna leik kom Rasamee Phonsongkham KR yfir í leiknum og Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti síðan við tveimur mörkum, staðan 0-3 fyrir KR í hálfleik.\r\n\r\nÍsabella Sara Tryggvadóttir skoraði síðan tvö mörk fyrir KR í seinni hálfleik áður en Laufey Björnsdóttir skoraði sjötta og síðasta mark leiksins á lokamínútunni fyrir KR, lokastaðan 0-6.\r\n\r\nÍA er því úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið en KR er komið í 8-liða úrslit. Nú geta Skagakonur einbeitt sér að deildinni og fá nægan tíma til undirbúnings því þær eiga ekki leik næst fyrr en sunnudaginn 12. júní. Þá gera þær sér ferð á Vopnafjörð til að spila á móti Einherja og hefst leikurinn klukkan 13.",
  "innerBlocks": []
}
Skagakonur töpuðu stórt fyrir KR í Mjólkurbikarnum - Skessuhorn