Íþróttir

true

Heimamenn unnu til fyrstu verðlaunanna á Landmóti 50+

Nú er lokið fyrstu keppnisgrein af þrettán sem verða á Landsmóti 50+ í Borgarnesi. Í morgun hófst keppni í boccia, fjölmennustu grein mótsins, og lauk um miðjan dag með sigri liðs heimamanna í UMSB. Þurfti bráðabana til að skera úr um úrslitin, en lið Gjábakka varð í öðru sæti og lið frá Akranesi í þriðja.…Lesa meira

true

Markaregn hjá Kríu og Reyni Hellissandi

Það er óhætt að segja að það hafi rignt mörkum á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöldið þegar Kría og Reynir frá Hellissandi tókust á í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Fjörið byrjaði strax á fyrstu mínútu þegar Kría komst yfir í leiknum og korteri seinna var staðan orðin 3-0 fyrir Kríu. Ingvar…Lesa meira

true

Skallagrímur aftur á sigurbraut

Ísbjörninn og Skallagrímur mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Kórnum í Kópavogi. Eina mark leiksins kom sex mínútum fyrir leikslok þegar Elís Dofri Gylfason tryggði sigur Skallagríms og kom þeim í annað sæti riðilsins. Þrjú lið virðast eins og sakir standa berjast um þessi tvö…Lesa meira

true

ÍA og FH gerðu jafntefli í tilþrifalitlum leik

Skagamenn tóku á móti FH-ingum í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í roki og rigningu á Akranesvelli. FH mætti til leiks með nýja þjálfara í brúnni, þá Eið Smára Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við um helgina af Ólafi Jóhannessyni sem var látinn taka pokann sinn. Það var…Lesa meira

true

Stórsigur ÍA kvenna gegn ÍH

Skagakonur tóku á móti ÍH í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Hugrún Elvarsdóttir kom gestunum yfir á áttundu mínútu leiksins þegar hún lagði boltann laglega í nærhornið fram hjá markmanni ÍA. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 24. mínútu þegar hún fékk boltann inn fyrir vörn ÍH…Lesa meira

true

Tóku þátt í Sumarmóti SSÍ

Sumarmót Sundsambands Íslands fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þar mætti besta sundfólk Íslands til keppni. Mótið eru fyrir stelpur 15 ára og eldri og stráka 16 ára og eldri. Sundfélag Akraness var með tíu keppendur á mótinu sem allir syntu vel og urðu í fjórða sæti í stigakeppninni. Fimm Akranesmet féllu um…Lesa meira

true

Íslandsmeistarar í holukeppni

Saga Traustadóttir úr GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein úr GR eru Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Úrslitin réðust á sunnudaginn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta er í annað sinn sem Saga fagnar þessum titli en fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍ mótaröðinni. Pamela Ósk Hjaltadóttir GM varð önnur í kvennaflokknum og Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK…Lesa meira

true

Víkingur Ó með sinn fyrsta sigur í sumar

Víkingur Ólafsvík tók á móti Magna frá Grenivík í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og vann stórsigur, lokatölur 5-1 fyrir Víking. Fyrir leik var Víkingur í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sex leiki og Magni sæti ofar með fjögur stig. Eftir hálftíma leik komust heimamenn yfir með marki frá fyrirliðanum Bjarti…Lesa meira

true

Kári mjakast upp töfluna

Augnablik og Kári mættust í 3. deild karla í knattspyrnu á fimmtudaginn og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Andri Júlíusson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Kára þegar hann skoraði mark úr víti eftir tæplega hálftíma leik og staðan 0-1 fyrir Kára. Í byrjun seinni hálfleiks gerðust hlutirnir hratt þegar Bjarni Harðarson skoraði…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði sínum fyrsta leik

Skallagrímur tók á móti Hvíta riddaranum í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa og því um toppslag að ræða. Hvorugt liðið var með markaskóna með í för í leiknum og það var…Lesa meira