Lið UMSB vann lið Gjábakka í bráðabana í baráttunni um gullið. Ljósm. mm.

Heimamenn unnu til fyrstu verðlaunanna á Landmóti 50+

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Nú er lokið fyrstu keppnisgrein af þrettán sem verða á Landsmóti 50+ í Borgarnesi. Í morgun hófst keppni í boccia, fjölmennustu grein mótsins, og lauk um miðjan dag með sigri liðs heimamanna í UMSB. Þurfti bráðabana til að skera úr um úrslitin, en lið Gjábakka varð í öðru sæti og lið frá Akranesi í þriðja.\r\n\r\nNú tekur við keppni í ringói í íþróttahúsinu og síðan verður götuhlaup. Í kvöld verður mótið svo sett með formlegum hætti og verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, viðstaddur setninguna.\r\n\r\nÁ morgun verður keppt í bridge, sundi, pútti og frjálsum, sem jafnframt er vel sótt grein. Um kvöldið verður svo kótilettukvöld og skemmtun.\r\n\r\nSú breyting hefur verið gerð á dagskrá á sunnudaginn að keppni í hestaíþróttir hefur verið felld út, en knattspyrnu bætt við og fer sú keppni fram á milli klukkan 12:30 og 13:00. Áfram verður svo keppt á sunnudag en mótsslit áætluð klukkan 14.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"54484,54485\"]",
  "innerBlocks": []
}
Heimamenn unnu til fyrstu verðlaunanna á Landmóti 50+ - Skessuhorn