
Luis Romero Jorge í baráttu við varnarmann Magna í leiknum. Ljósm. af
Víkingur Ó með sinn fyrsta sigur í sumar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Víkingur Ólafsvík tók á móti Magna frá Grenivík í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og vann stórsigur, lokatölur 5-1 fyrir Víking. Fyrir leik var Víkingur í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sex leiki og Magni sæti ofar með fjögur stig. Eftir hálftíma leik komust heimamenn yfir með marki frá fyrirliðanum Bjarti Bjarma Barkarsyni en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Kristófer Óskar Óskarsson fyrir gestina og þannig var staðan í hálfleik, 1-1.\r\n\r\nBjartur Bjarmi var aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks og Andri Þór Sólbergsson vildi ekki vera minni maður og bætti skömmu síðar við tveimur mörkum fyrir Víking á níu mínútna kafla. Adrian Sanchez gulltryggði síðan stórsigur Víkings og fyrsta sigur þeirra í deildinni í sumar með marki tæplega tuttugu mínútum fyrir leikslok, frábær sigur hjá heimamönnum. Víkingur kom sér með þessum sigri úr fallsæti upp í níunda sæti deildarinnar og er þar með fimm stig eins og Höttur/Huginn en Magni og Reynir Sandgerði eru á botninum og Reynismenn enn án stiga eftir sjö umferðir. Í efri hlutanum eru Njarðvík og Ægir efst og jöfn með 19 stig og Þróttur R. í því þriðja með 16 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings er á móti KF næsta laugardag á Ólafsfjarðarvelli og hefst klukkan 16.",
"innerBlocks": []
}