
Elís Dofri tryggði Skallagrími þrjú stig á móti Ísbirninum. Ljósm. af FB síðu Skallagríms
Skallagrímur aftur á sigurbraut
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Ísbjörninn og Skallagrímur mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Kórnum í Kópavogi. Eina mark leiksins kom sex mínútum fyrir leikslok þegar Elís Dofri Gylfason tryggði sigur Skallagríms og kom þeim í annað sæti riðilsins. Þrjú lið virðast eins og sakir standa berjast um þessi tvö sæti sem gefa sæti í úrslitakeppninni en ásamt Skallagrími eru það Hvíti riddarinn og Árbær. Þar sem KSÍ samþykkti að fjölga um eina deild sem tekur gildi á næsta ári ná þessi tvö lið sem verða í fyrstu tveimur sætunum þegar mótinu lýkur einnig að halda sér í fjórðu deildinni.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms í riðlinum er gegn Herði frá Ísafirði næsta þriðjudag á Skallagrímsvelli og hefst klukkan 19.",
"innerBlocks": []
}