Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Augnabliki. Ljósm. FB síða Kára

Kári mjakast upp töfluna

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Augnablik og Kári mættust í 3. deild karla í knattspyrnu á fimmtudaginn og fór leikurinn fram í Fífunni í Kópavogi. Andri Júlíusson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Kára þegar hann skoraði mark úr víti eftir tæplega hálftíma leik og staðan 0-1 fyrir Kára.\r\n\r\nÍ byrjun seinni hálfleiks gerðust hlutirnir hratt þegar Bjarni Harðarson skoraði fyrir heimamenn eftir sex mínútna leik en Andri kom Káramönnum yfir á ný skömmu síðar með sínu öðru marki og aftur frá vítapunktinum. Jón Veigar Kristjánsson jafnaði metin aftur fyrir Augnablik eftir tæplega klukkutíma leik en Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson kom Kára yfir fjórum mínútum síðar og mikil spenna í leiknum. Það var síðan ekki fyrr en á lokamínútunni sem Arnar Már Kárason tryggði sigur gestanna og annan sigur liðsins í röð í deildinni, lokatölur 2-4 fyrir Kára. Með þessum sigri komst Kári upp í efri hluta deildarinnar í sjötta sætið og er með tíu stig eins og Vængir Júpíters og Augnablik en efst eru Dalvík/Reynir og KFG með 15 stig eftir sjö umferðir.\r\n\r\nÍ næstu umferð fær Kári botnlið KH í heimsókn á föstudaginn í Akraneshöllina og hefjast leikar klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Kári mjakast upp töfluna - Skessuhorn