Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði tvö mörk á móti ÍH. Ljósm. sas

Stórsigur ÍA kvenna gegn ÍH

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagakonur tóku á móti ÍH í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Hugrún Elvarsdóttir kom gestunum yfir á áttundu mínútu leiksins þegar hún lagði boltann laglega í nærhornið fram hjá markmanni ÍA. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 24. mínútu þegar hún fékk boltann inn fyrir vörn ÍH og hamraði boltann í fjærhornið. Bryndís Rún Þórólfsdóttir kom síðan ÍA yfir tíu mínútum síðar eftir klafs í teignum og á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Unnur Ýr Haraldsdóttir góðan sprett upp hægri kantinn og setti hann snyrtilega í fjærhornið, hálfleikstölur 3-1 fyrir ÍA.\r\n\r\nOrrahríðin hélt áfram í seinni hálfleik og eftir tæplega klukkutíma leik kom Erna Björt Elíasdóttir ÍA í þriggja marka forystu þegar hún fékk þversendingu frá Söndru Ósk Alfreðsdóttur og skoraði með vinstri fætinum upp í þaknetið. Bryndís Rún var síðan aftur á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hún tók boltann niður í teignum og lagði hann í hornið. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir bætti við sjötta markinu fyrir ÍA níu mínútum fyrir leikslok með góðu skoti út við stöng og á síðustu mínútunni skoraði Unnur Ýr sitt annað mark í leiknum þegar hún fylgdi eftir stangarskoti Ylfu Laxdal. Á þriðju mínútu í uppbótartíma innsiglaði Ylfa Laxdal stórsigur ÍA einnig með sínu öðru marki, lokatölur leiksins 8-1 fyrir ÍA.\r\n\r\nSkagakonur hafa nú unnið tvo leiki í röð í deildinni og eru að mjaka sér upp í efri hlutann en þær eru í sjötta sæti með sex stig eftir þrjá leiki. Fram, Grótta og ÍR eru í efstu þremur sætunum á meðan Hamar og KÁ sitja í botnsætunum. Næsti leikur ÍA er heimaleikur gegn Sindra á írskum dögum laugardaginn 2. júlí á Akranesvelli og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Stórsigur ÍA kvenna gegn ÍH - Skessuhorn