Einar og Enrique í efstu sætum í 200m fjórsundi.

Tóku þátt í Sumarmóti SSÍ

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Sumarmót Sundsambands Íslands fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þar mætti besta sundfólk Íslands til keppni. Mótið eru fyrir stelpur 15 ára og eldri og stráka 16 ára og eldri. Sundfélag Akraness var með tíu keppendur á mótinu sem allir syntu vel og urðu í fjórða sæti í stigakeppninni. Fimm Akranesmet féllu um helgina; tvenn gullverðlaun, fimm silfur, eitt brons og 19 persónuleg met var uppskera helgarinnar.\r\n\r\nEinar Margeir varð annar stigahæsti sundmaðurinn í unglingaflokki á mótinu, Enrique Snær fimmti í fullorðins flokki og Guðbjörg Bjartey fjórða í unglingaflokki kvenna. Enrique Snær hlaut gullverðlaun í 200m og 400m fjórsundi og silfur í 400m skriðsundi. Einar varð annar í 200m fjórsundi, 50m bringusundi og 100m flugsundi. Guðbjörg Bjartey hlaut silfur í 100m flugsundi. Guðbjarni var þriðji í 200m skriðsundi.\r\n\r\n<strong>Akranesmet féllu</strong>\r\n\r\nEnrique Snær bætti Akranesmet í 200m fjórsundi sem hann sjálfur átti frá því í fyrra um 2 sekúndur, nýja metið er 2.11.13. Einar Margeir setti nýtt Akranesmet í 200m fjórsundi í piltaflokki á tímanum 2.13.00 en gamla metið átti Hrafn Traustason á 2.14.77 frá 2009. Hann bætti líka metið í sama flokki í 100m flugsundi um rúma sekúndu þegar hann synti á 59.83, hann átti sjálfur metið frá því fyrr á árinu. Guðbjarni bætti svo metið í 200m skriðsundi í piltaflokki (15-17 ára) á tímanum 2.02.07. Gamla metið átti Einar Margeir á 2.02.44 frá því í  mars.\r\n\r\nÍ 4x100m skriðsundi í blönduðum flokki bætti svo Einar Margeir, Guðbjarni, Guðbjörg Bjartey og Ingibjörg metið í bæði fullorðinsflokki og unglingaflokki þegar þau syntu á 3.58.66. Gamla metið áttu þau Atli Vikar, Una Lára, Júlía Björk og Ágúst frá árinu 2014 á 4.05.12.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_54350\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-54350 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/06/Toku-thatt-i-Sumarmoti-SSI_2-600x478.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"478\" /> Guðbjörg Bjartey vann til silfurverðlauna í 100m flugsundi.[/caption]\r\n\r\n[caption id=\"attachment_54351\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-54351 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/06/Toku-thatt-i-Sumarmoti-SSI_3-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"450\" /> Guðbjarni varð þriðji í 200m skriðsundi.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Tóku þátt í Sumarmóti SSÍ - Skessuhorn