Skallagrímur tapaði sínum fyrsta leik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur tók á móti Hvíta riddaranum í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa og því um toppslag að ræða. Hvorugt liðið var með markaskóna með í för í leiknum og það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eina mark leiksins leit dagsins ljós. Það skoraði Eiríkur Þór Bjarkason fyrir Hvíta riddarann og tryggði nauman sigur gestanna, lokatölur 0-1.\r\n\r\nHvíti riddarinn náði þar með toppsætinu í A riðli með sínum fimmta sigurleik í röð, Árbær og Skallagrímur eru í öðru og þriðja sæti með tólf stig eftir fimm leiki og Ísbjörninn í því fjórða með níu stig. Athygli vekur að í þessum riðli hafa verið leiknir alls 19 leikir og enginn leikur enn endað með jafntefli.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms í riðlinum er gegn Ísbirninum við Kórinn í Kópavogi næsta þriðjudag og hefst klukkan 20.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur tapaði sínum fyrsta leik - Skessuhorn