Kaj Leó skoraði mark ÍA gegn FH. Ljósm. Lárus Árni Wöhler

ÍA og FH gerðu jafntefli í tilþrifalitlum leik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn tóku á móti FH-ingum í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í roki og rigningu á Akranesvelli. FH mætti til leiks með nýja þjálfara í brúnni, þá Eið Smára Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við um helgina af Ólafi Jóhannessyni sem var látinn taka pokann sinn. Það var frekar fátt um fína drætti í fyrri hálfleik, blautur völlurinn og rokið voru ekki að hjálpa leikmönnum að ná að spila einhvern fótbolta að einhverju viti og fá færi litu dagsins ljós, 0-0 var því staðan þegar leikmenn liðanna fengu smá skjól frá veðrinu í hálfleikshléinu.\r\n\r\nFyrsta mark leiksins kom fljótlega í seinni hálfleik þegar Atli Gunnar markvörður FH missti boltann klaufalega frá sér í teignum og Kaj Leo Í Bartalstovu nýtti sér það, náði boltanum af Atla og renndi boltanum í netið. Eftir þetta róaðist leikurinn niður, Skagamenn færðu sig aftar á völlinn og FH-ingum gekk lítið að opna vörn ÍA sem var ansi þétt fyrir. FH náði síðan að jafna metin eftir hornspyrnu Björns Daníels Sverrissonar sem hitti beint á kollinn á Matthíasi Vilhjálmssyni, staðan jöfn og tæplega korter eftir af leiknum. Mínútu síðar fékk Davíð Snær Jóhannsson leikmaður FH beint rautt spjald eftir ruddalega tæklingu á Steinari Þorsteinssyni og gestirnir einum færri það sem eftir lifði leiks. Bæði lið reyndu síðan að ná sigurmarkinu en sú varð ekki raunin og jafntefli líklegast sanngjörn úrslit, lokastaðan 1-1.\r\n\r\nSkagamenn eru nú í tíunda sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu umferðir en neðst eru Leiknir R. og ÍBV með fjögur stig. Eins og staðan er núna er deildin tvískipt, KR er í sjötta sæti með 16 stig á meðan Keflavík er í sjöunda sætinu með ellefu stig.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA í Bestu deild karla er ekki fyrr en mánudaginn 4. júlí þegar þeir spila á móti Leikni Reykjavík í Breiðholtinu. Í millitíðinni taka þeir á móti Breiðablik í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins næsta mánudag á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 19.45.",
  "innerBlocks": []
}
ÍA og FH gerðu jafntefli í tilþrifalitlum leik - Skessuhorn