
Sergio Fuentes Jorda skoraði fyrsta mark Skallagríms gegn Kríu. Ljósm. Skallagrímur
Skallagrímur með fjórða sigurinn í röð
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Kría og Skallagrímur áttust við í A riðli í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Sergio Fuentes Jorda kom Skallagrími yfir í leiknum eftir hálftíma leik en Birkir Rafnsson jafnaði leikinn fyrir heimamenn eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Elís Dofri Gylfason kom gestunum aftur yfir í leiknum með marki þrettán mínútum fyrir leikslok og það voru síðan þeir Orri Hermannsson og Alexis Alexandrenne sem innsigluðu sigur Skallagríms með tveimur mörkum á síðustu mínútunum, lokastaðan 1-4 fyrir Skallagrím.\r\n\r\nSkallagrímur hefur byrjað vel í deildinni í sumar og er efstur ásamt Hvíta riddaranum með tólf stig eftir fjóra leiki í A riðli en Árbær er í því þriðja með níu stig eftir sama leikjafjölda. Næsti leikur Skallagríms er toppslagur gegn Hvíta riddaranum miðvikudaginn 15. júní á Skallagrímsvelli og hefst klukkan 20.",
"innerBlocks": []
}