Kristín í síðustu réttstöðulyftunni þar sem hún var ansi nálægt því að lyfta 240 kílóum. Ljósm. kraft.is

Kristín vann silfur á HM í kraftlyftingum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kraftlyftingakonan og Borgfirðingurinn Kristín Þórhallsdóttir keppti í gær í mínus 84 kílóa flokki á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum en mótið fór fram í borginni Sun City í Suður Afríku. Kristín sem er önnur á heimlistanum og ríkjandi Evrópumeistari stóð fyllilega undir væntingum, vann silfur í sínum flokki og kemur heim hlaðin verðlaunapeningum og nýjum metum.\r\n\r\nÍ hnébeygju tók hún 212,5-222,5 og 230 kíló mjög örugglega, tvíbætti eigið Evrópumet og tók silfur í greininni. Í bekkpressu tók hún sömuleiðis silfur og lyfti þar 120 kílóum sem tryggði henni einnig silfur og persónulega bætingu um fimm kíló. Í réttstöðulyftu fékk hún bronsið þegar hún tók 215 og 230 kíló sem er nýtt tvöfalt Íslandsmet en henni mistókst naumlega í þriðju tilraun að lyfta 240 kílóum.\r\n\r\nSamanlagt lyfti Kristín því 580 kílóum sem tryggði henni örugglega silfurverðlaun og hún tvíbætti í leiðinni Evrópumetið í samanlögðu. Í fyrsta sæti var hin bandaríska Amanda Lawrence sem lyfti samanlagt 615 kílóum og Danielle Philibert frá Kanada var í þriðja sætinu í samanlögðu með 540 kíló. Þrenn silfurverðlaun, ein bronsverðlaun, Evrópumet slegin fjórum sinnum og fjögur ný Íslandsmet var uppskera dagsins hjá þessari frábæru íþróttakonu. Glæsilegur árangur hjá Kristínu og enn ein rósin í hnappagatið hjá Íþróttamanni Akraness síðustu tvö ár.",
  "innerBlocks": []
}
Kristín vann silfur á HM í kraftlyftingum - Skessuhorn