Lárus hæstánægður eftir draumahöggið. Ljósm. af FB síðu Leynis.

Fór holu í höggi á Garðavelli

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kylfingurinn Lárus Hjaltested sló draumahöggið í síðustu viku á Garðavelli á Akranesi. Lárus fór holu í höggi á áttundu braut vallarins og komst þar með í einn eftirsóttasta klúbb landsins, Einherjaklúbbinn. Til að gerast meðlimur í Einherjaklúbbnum þurfa kylfingar að ná því að fara holu í höggi eða ná hinu svokallaða draumahöggi. Reglurnar um hvað telst gilt draumahögg (hola í höggi) á Íslandi fylgja lögum Einherjaklúbbsins og þar má nefna að leika þarf minnst níu holur og vera með minnst einn meðspilara (vitni). Völlurinn verður að hafa viðurkenningu frá Golfsambandinu og þarf minnst að vera fjögur þúsund metra langur miðað við 18 holur.",
  "innerBlocks": []
}
Fór holu í höggi á Garðavelli - Skessuhorn