Skagakonur með fyrsta sigurinn

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Langt ferðalag var að baki hjá kvennaliði ÍA um helgina en þær gerðu sér ferð á Vopnafjörð og léku við lið Einherja í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Fyrir leik voru bæði lið án sigurs, Einherji hafði tapað tveimur leikjum og ÍA fyrir Fram 3-0 í sínum fyrsta leik. Þetta var því mikilvægur leikur fyrir liðin að ná sínum fyrsta sigri í deildinni og koma sér ofar í töflunni. Það var hart barist frá fyrstu mínútu enda mikið undir en Bryndís Rún Þórólfsdóttir gaf ÍA gott andrými þegar hún skoraði eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik, 0-1 fyrir ÍA.\r\n\r\nÍ seinni hálfleik reyndu liðin hvað þau gátu til að ná næsta marki og það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok sem það kom. Unnur Ýr Haraldsdóttir tryggði þá Skagakonum sigurinn með góðu marki og fyrstu þrjú stigin í sumar komin í hús, lokastaðan 0-2 fyrir gestina.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA og fyrsti heimaleikur liðsins í sumar í deildinni er gegn ÍH næsta mánudag á Akranesvelli og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagakonur með fyrsta sigurinn - Skessuhorn