
Frá lokakeppni síðasta árs þegar spilað var á Akranesi. Ljósm. mm.
Púttkeppni eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Fimmtudaginn 16. júní fer fram að Hamri í Borgarnesi fyrsta viðureign sumarsins hjá eldri borgurum úr Borgarbyggð og Akranesi í pútti. Verður þá keppt um farandbikar sem Húsasmiðjan á Akranesi gaf. Fyrsta keppnin í þessu samstarfi félaganna fór fram 2013 og er þetta því í tíunda sinn sem liðin mætast, en keppa skal um gripinn í 20 ár. Ætíð er keppt á þremur völlum yfir sumartímann. Keppnin hefst sem fyrr segir að Hamri. Á Akranesi verður keppt 13. júlí og lokakeppnin fer fram í Nesi í Reykholtsdal í byrjun ágúst. Samanlagður árangur sjö bestu úr hvoru liði telur. Búast má við um 50 keppendum að Hamri og mikilli keppni sem hefst kl. 11.00.",
"innerBlocks": []
}