Víkingur Ólafsvík tapaði fyrir ÍR

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Síðasta föstudag mættust Víkingur Ólafsvík og ÍR í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu og fór viðureignin fram í Ólafsvík. Gestirnir úr Breiðholtinu komust yfir strax á 2. mínútu með marki Bergvins Fannars Helgasonar og 20 mínútum síðar kom Jón Gísli Ström gestunum í tveggja marka forystu. Þannig var staðan í hálfleik og útlitið ekki gott fyrir heimamenn.\r\n\r\nStaðan vænkaðist þó fyrir heimamenn eftir tæplega klukkustundar leik þegar Jorgen Petterson leikmaður ÍR fékk rauða spjaldið og enn meir þegar Andri Þór Sólbergsson minnkaði muninn fyrir Víking 13 mínútum fyrir leikslok. En Víkingur náði ekki að jafna metin það sem eftir lifði leiks og naumur sigur gestanna staðreynd, 1-2.\r\n\r\nVíkingur er nú í næst neðsta sæti deildarinnar ásamt KFA með tvö stig en á botninum situr Reynir Sandgerði enn án stiga. Næsti leikur Víkings í deildinni er gegn liði Þróttar á fimmtudaginn á Þróttarvelli í Laugardalnum og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingur Ólafsvík tapaði fyrir ÍR - Skessuhorn