Úr leik Árbæjar og Reynis um helgina. Þarna er boltinn á leiðinni inn en bara í vitlaust mark! Ljósm. tfk

Markaþurrð á Vesturlandi í vikunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Knattspyrnuliðin af Vesturlandi léku í liðinni viku og um helgina á Íslandsmótinu í knattspyrnu og virðast miðað við úrslit leikjanna alveg hafa gleymt að reima á sig markaskóna. Um var að ræða sjö viðureignir víða um landið hjá liðunum og í þessum leikjum öllum skoruðu þau ekki eitt einasta mark. Hver knattspyrnuleikur tekur um 90 mínútur og því voru þarna samtals 630 mínútur sem Vesturlandsliðin fengu tækifæri til að skora mark en ekkert gerðist. Algjört núll og nix!\r\n\r\nÞetta byrjaði allt síðasta miðvikudag þegar Kári mætti FH í Mjólkurbikarnum og tapaði 3-0. Sama dag spiluðu Skagakonur við Fram í 2. deild og töpuðu einnig 3-0. Á laugardaginn töpuðu þær síðan aftur og nú 0-6 fyrir KR í Mjólkurbikarnum. Næstur á mælendaskrá var Víkingur frá Ólafsvík sem gerði 0-0 jafntefli við Hött/Huginn í 2. deild karla og laugardeginum lauk með tapi Kára 0-2 gegn Dalvík/Reyni í 3. deildinni. Sunnudagurinn reis upp bjartur og fagur en það var ekki jafn bjart yfir Reynismönnum frá Hellissandi sem töpuðu 11-0 fyrir Árbæ í 4. deild. Skagamenn tóku síðan á móti Keflvíkingum seinni part sunnudagsins í Bestu deild karla og kórónuðu frammistöðu Vesturlandsliðanna með 0-2 tapi.\r\n\r\nEina Vesturlandsliðið sem ekki lék í liðinni viku er lið Skallagríms úr Borgarnesi og þeir fá tækifæri til að brjóta þessa markastíflu Vesturlandsliðanna í kvöld þegar þeir mæta botnliði KFB í A riðli 4. deildar á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.\r\n\r\nÞað verður því aukin pressa á leikmenn Skallagríms í leiknum í kvöld en blaðamaður Skessuhorn heitir á þann leikmann sem skorar fyrsta mark Vesturlands í dágóðan tíma pulsu og kók og jafnvel Prins póló ef hann verður í góðu skapi. Áfram Vesturland!",
  "innerBlocks": []
}
Markaþurrð á Vesturlandi í vikunni - Skessuhorn