Fréttir

true

Stefnt að breyttu skipulagi sem greiðir götu 28.000 tonna laxeldis

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýst verði skipulagslýsing sem m.a. gerir kleift að ráðast í byggingu 28.000 tonna laxeldis á Grundartanga. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma fékk Aurora fiskeldi ehf. úthlutað 15 hektara lóð í Kataneslandi við Grundartanga fyrir landeldi á laxi. Að fyrirtækinu stendur hópur fagfólks og…Lesa meira

true

Nefndin samþykkti að auglýsa aðalskipulag nýrrar hafnar í Hvalfirði

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum á miðvikudaginn að auglýst yrði tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýrri höfn í landi Galtarlækjar í Hvalfirði. Endanleg ákvörðun um auglýsinguna bíður sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í febrúar og mars ákvað sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að…Lesa meira

true

Ekki er gert ráð fyrir vindorkuverum í nýju aðalskipulagi Borgarbyggðar

Í auglýsingu er nú tillaga að aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Nær aðalskipulag eðli málsins samkvæmt yfir allt land innan sveitarfélagsins. Við endurskoðun þess var yfirfarin og endurskoðuð stefna um heimildir til orkuöflunar, í ljósi þess að ýmsir hugsa sér gott til glóðarinnar að beisla vindorkuna. Stefnumótun um nýtingu vindorku er í drögum að aðalskipulagi…Lesa meira

true

Grundarfjarðarkirkja verði opin ferðamönnum

Fjölgun ferðamanna af skemmtiferðaskipum í höfnum víðs vegar á landsbyggðinni á undanförnum árum hafa reynt mjög á ýmsa þá frægu og margnefndu innviði þeirra bæjarfélaga er skipin hafa haft viðkomu í. Einn af oftast nefndum innviðum, sem ekki er hægt að komast af með, eru almenningssalerni. Þau eru eðli málsins samkvæmt ekki á hverju strái…Lesa meira

true

Stærsta ferðahelgi ársins fer í hönd

Að líkindum verður komandi helgi ein sú stærsta í umferðinni hérlendis. Margir landsmenn eru nú að hefja sumarleyfi og leggja þá gjarnan land undir fót. Um helgina eru fjölmörg mannamót skipulögð. Hér á Vesturlandi má nefna Írska daga á Akranesi, Ólafsvíkurvöku og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Búast má við fjölmenni á alla þessa staði. Auk…Lesa meira

true

Sturluhátíð framundan í Tjarnarlundi

Hin árlega Sturluhátíð, kennd við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, verður haldin annars vegar á Staðarhóli og hins vegar í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum, laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst kl. 14 á Staðarhóli þar sem stóð bær Sturlu Þórðarsonar. Sturlunefndin hefur haft forgöngu um að setja þar upp söguskilti og hafa þau að…Lesa meira

true

“Ég var alinn upp við það að vinna”

Rætt var við Guðmund Kristjánsson um uppvaxtarárin í Rifi, sjávarútveginn og þjóðina, ferilinn og fótbolta. Viðtalið birtist í Jólablaði Skessuhorns – en í heild sinni einnig hér Í jólablaði síðasta Skessuhorns, sem kom út 19. desember 2024 birtist afar áhugavert viðtal við Guðmund Kristjánsson frá Rifi, forstjóra Brims og fráfarandi formann SFS. Þar segir hann…Lesa meira

true

Ekkert liggur enn fyrir um ráðstöfun fjárveitinga til vegabóta

Byggðarráð Dalabyggðar sendir ákall til þingheims Á fundi í byggðarráði Dalabyggðar í dag var samþykkt bókun um vegamál og hún send á alþingismenn kjördæmisins og ráðherra. Í henni segir m.a. að; „ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt. Hættan sem leiðir af ástandi veganna er algjörlega óviðunandi fyrir notendur. Á það jafnt við um íbúa,…Lesa meira

true

Aflasæll öldungur heldur brátt í sína hinstu för

Það vakti að vonum talsverða athygli fyrir nokkru þegar stór togari lagði að bryggju í hinni friðsælu Akraneshöfn þar sem hann hefur legið hreyfingarlaus síðan. Þarna er á ferðinni togarinn Mars í eigu Skipaþjónustu Íslands. Fyrirtækið eignaðist skipið árið 2021 og hefur það síðan sinnt ýmsum verkefnum ótengdum fiskveiðum. Að sögn Braga Más Valgeirssonar hjá…Lesa meira

true

Jakob Svavar og Kristín Eir efst í forkeppni fyrsta dags

Niðurstöður úr forkeppni í unglingaflokki og B flokki Fyrsti dagur Fjórðungsmóts Vesturlands í hestaíþróttum var í gær í Borgarnesi. Frábær stemning var á mótsstað og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Á fyrsta degi mótsins fór fram keppni í B flokki gæðinga og í unglingaflokki. Margar glæsilegar sýningar voru. Efstur eftir forkeppni í B flokki eru þeir…Lesa meira