Fréttir

true

Tjaldfylli á fyrstu tónleikum Írskra daga

Uppselt var á tónleika sem fram fóru í Guinnes tjaldinu við Akraneshöfn í gærkvöldi, þegar um 400 gestir mættu á tónleikana Óður til Írlands. Þar kom fram hópur valinkunnra listamanna af Akranesi sem söng og spilaði óð til Írlands. Söngdætur Akraness stigu á svið auk þess sem Fiðlusveitin Slitnir spilaði. Þá kom Flosi Einarsson fram…Lesa meira

true

Yfir tvö tonn af ufsa auk dagsskammts af þorski

Það var bjart yfir Emanúel Þór Magnússyni, skipstjóra strandveiðibátsins Birtu SH í gær, en hann rær frá Ólafsvík. Emanúel lenti heldur betur í mokveiði á ufsa, en ufsinn er eins og kunnugt er utan kvóta og má því koma með að landi eins mikið og báturinn ber. Landaði hann um 2,4 tonnum af stórufsa auk…Lesa meira

true

Leirbakaríið opnað á nýjum stað á Akranesi

Leirlistarkonan María Kristín Óskarsdóttir, Maja Stína, opnaði í gær Leirbakaríið við Kirkjubraut 56 á Akranesi. Þar er nú búið að innrétta skúr fyrir keramikstúdíó og vinnustofu. Skúrinn keypti Maja Stína og gerði upp fyrir starfsemi sína, en hann stendur innarlega á lóðinni við hlið Oddfellowhússins. Þar hefur hún rennibekki og aðra vinnuaðstöðu og framleiðir skálar,…Lesa meira

true

Fiskistofa með eftirlit úr lofti í júlí

Fiskistofa hefur tilkynnt að í júlí verði ómönnuðum loftförum flogið til eftirlits með veiðum og minnir á að allar upptökur verði skoðaðar vel og fiskur sem fer fyrir borð verði tegundagreindur. Eru sjómenn og útgerðir beðnar að kynna sér reglur og lög um stjórn fiskveiða. Ekki á þó ákvæðið um brottkast við um allar tegundir…Lesa meira

true

Ný tilskipun ESB gæti aukið kostnað sveitarfélaga um 49 til 81milljarð

Ný Evróputilskipun í fráveitumálum, verði hún innleidd, er talin geta aukið kostnað íslenskra sveitarfélaga um 49 til 81 milljarð króna. Þetta kemur fram í svari umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ólafs Adolfssonar fyrsta þingmanns Norðvesturkjördæmis. Ólafur spurði hver væri staða innleiðingar áðurnefndrar tilskipunar um hreinsun skólps frá þéttbýli á Íslandi og hvaða…Lesa meira

true

Keilir með langlægsta tilboð í viðhald gatna og stíga

Akraneskaupstaður bauð út á dögunum framkvæmdir vegna viðhalds gatna og stíga í bæjarfélaginu. Um er að ræða ýmis konar framkvæmdir allt frá uppbroti til hellulagnar gönguþverana. Verklok skulu vera eigi síðar en 1. desember nk. Alls bárust sex tilboð í verkið og voru fimm þeirra undir kostnaðaráætlun. Langlægsta tilboðið barst frá Keili ehf. á Akranesi…Lesa meira

true

Óður til Írlands sunginn í kvöld

 Hópur valinkunnra listamanna á Akranesi syngur í kvöld óð til Írlands en nú fara Írskir dagar óðum í hönd á Akranesi. Það verður kl. 20 í kvöld í Guinnestjaldinu við Akraneshöfn sem tónleikarnir fara fram. Söngdætur Akraness stíga á svið auk þess sem Fiðlusveitin Slitnir strengir strjúka bogum sínum um strengi hljóðfæra sinna. Þá mun…Lesa meira

true

Meint varasjóðsframlag hefur ekki skilað sér til Vegagerðarinnar

Í gærkvöldi birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem haft var eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra; „að þriggja milljarða króna aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé í höfn og Vegagerðinni sé ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.“ Þá var einnig haft eftir ráðherranum í fréttinni: „Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi…Lesa meira

true

Fjöldi Íslendinga á byrjunarleik Íslands móti Finnlandi

Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst síðdegis í dag í borginni Thun í Sviss. Opnunarleikur mótsins verður einmitt landsleikur Íslands og Finnlands sem hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Fyrirfram er sagt að þetta verði mikilvægasti leikur íslenska liðsins í ljósi þess að Finnar eru kannski auðveldasti andstæðingur Íslands í riðlinum. Sigur er líklega forsenda þess…Lesa meira

true

Fjórðungsmót hestamanna hafið í Borgarnesi

Vallarsvæði hestamannafélagsins Borgfirðings í Borgarnesi er komið í hátíðarbúning. Í morgun hófst þar Fjórðungsmót Vesturlands sem mun standa fram á sunnudag. Dagskrá þessa fyrsta dags mótsins hófst með undankeppni í unglingaflokki klukkan 10 í morgun en eftir hádegið hófust sýningar í B flokki og verður þeim fram haldið í dag. Að sögn Magnúsar Benediktssonar framkvæmdastjóra…Lesa meira