Fréttir
Söngdætur Akraness og Slitnir strengir. Ljósmyndir: ki

Tjaldfylli á fyrstu tónleikum Írskra daga

Uppselt var á tónleika sem fram fóru í Guinnes tjaldinu við Akraneshöfn í gærkvöldi, þegar um 400 gestir mættu á tónleikana Óður til Írlands. Þar kom fram hópur valinkunnra listamanna af Akranesi sem söng og spilaði óð til Írlands. Söngdætur Akraness stigu á svið auk þess sem Fiðlusveitin Slitnir spilaði. Þá kom Flosi Einarsson fram með hljómsveit sinni. En þessir listamenn segja ekki alla söguna. Á svið mættu einnig sérstakir gestir kvöldsins en þeirra á meðal má nefna Katrínu Valdísi Hjartardóttur, Heiðmar Eyjólfsson, Saidhbhe Emily Canning, Jónínu Björgu Magnúsdóttur að ógleymdum Gísla Gíslasyni. Það er Menningarfélagið Bohéme og Söngdætur Akraness sem skipulögðu þessa tónlistarveislu.

Tjaldfylli á fyrstu tónleikum Írskra daga - Skessuhorn