
Svipmynd úr skólphreinsistöð Veitna á Akranesi. Ljósm. úr safni
Ný tilskipun ESB gæti aukið kostnað sveitarfélaga um 49 til 81milljarð
Ný Evróputilskipun í fráveitumálum, verði hún innleidd, er talin geta aukið kostnað íslenskra sveitarfélaga um 49 til 81 milljarð króna. Þetta kemur fram í svari umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ólafs Adolfssonar fyrsta þingmanns Norðvesturkjördæmis. Ólafur spurði hver væri staða innleiðingar áðurnefndrar tilskipunar um hreinsun skólps frá þéttbýli á Íslandi og hvaða vinna væri í gangi á vegum ráðuneytisins í tengslum við undirbúning hennar.