Fréttir
Þorri framkvæmda í sumar verður væntanlega burðar- og slitlagsviðgerðir. Hér er slitlag lagfært við Berjadalsá fyrr í sumar. Ljósm. mm

Meint varasjóðsframlag hefur ekki skilað sér til Vegagerðarinnar

Í gærkvöldi birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem haft var eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra; „að þriggja milljarða króna aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé í höfn og Vegagerðinni sé ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.“ Þá var einnig haft eftir ráðherranum í fréttinni: „Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi peningur kæmi úr almenna varasjóðnum, þannig að ég á ekki von á öðru en að Vegagerðin geti farið af stað.“

Meint varasjóðsframlag hefur ekki skilað sér til Vegagerðarinnar - Skessuhorn