Fréttir

Fjöldi Íslendinga á byrjunarleik Íslands móti Finnlandi

Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst síðdegis í dag í borginni Thun í Sviss. Opnunarleikur mótsins verður einmitt landsleikur Íslands og Finnlands sem hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Fyrirfram er sagt að þetta verði mikilvægasti leikur íslenska liðsins í ljósi þess að Finnar eru kannski auðveldasti andstæðingur Íslands í riðlinum. Sigur er líklega forsenda þess að komast upp úr riðlinum, en í honum spila auk þess Sviss og Noregur. Leikurinn gegn Sviss verður spilaður í Bern 6. júlí en viðureignin við Noreg verður 10. júlí í Thun.

Fjöldi Íslendinga á byrjunarleik Íslands móti Finnlandi - Skessuhorn