
Maja Stína keramiker á vinnustofu sinni. Ljósm. mm
Leirbakaríið opnað á nýjum stað á Akranesi
Leirlistarkonan María Kristín Óskarsdóttir, Maja Stína, opnaði í gær Leirbakaríið við Kirkjubraut 56 á Akranesi. Þar er nú búið að innrétta skúr fyrir keramikstúdíó og vinnustofu. Skúrinn keypti Maja Stína og gerði upp fyrir starfsemi sína, en hann stendur innarlega á lóðinni við hlið Oddfellowhússins. Þar hefur hún rennibekki og aðra vinnuaðstöðu og framleiðir skálar, kertastjaka, diska, bolla og aðra nytjahluti sem hún brennir síðan í leirbrennsluofni. Hver hlutur hefur sinn karakter eins og sjá má í útstillingu á verkstæðinu.