Fréttir
Í aðalskipulagi er þetta kort sýnt en þar má sjá takmarkanir sem gerðar eru á nýtingu lands fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum. Takmarkanir eru t.d. hæð yfir sjó, fjarlægð frá mannvirkjum, landhalli, vernd og víðerni. Teikning: Efla

Ekki er gert ráð fyrir vindorkuverum í nýju aðalskipulagi Borgarbyggðar

Í auglýsingu er nú tillaga að aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Nær aðalskipulag eðli málsins samkvæmt yfir allt land innan sveitarfélagsins. Við endurskoðun þess var yfirfarin og endurskoðuð stefna um heimildir til orkuöflunar, í ljósi þess að ýmsir hugsa sér gott til glóðarinnar að beisla vindorkuna. Stefnumótun um nýtingu vindorku er í drögum að aðalskipulagi mótuð á grunni kortlagningar á mögulegum svæðum fyrir nýtingu hennar út frá fjarlægð frá byggð, flutningskerfi og öðrum takmörkunum vegna landnotkunar.

Ekki er gert ráð fyrir vindorkuverum í nýju aðalskipulagi Borgarbyggðar - Skessuhorn