Fréttir

Grundarfjarðarkirkja verði opin ferðamönnum

Fjölgun ferðamanna af skemmtiferðaskipum í höfnum víðs vegar á landsbyggðinni á undanförnum árum hafa reynt mjög á ýmsa þá frægu og margnefndu innviði þeirra bæjarfélaga er skipin hafa haft viðkomu í. Einn af oftast nefndum innviðum, sem ekki er hægt að komast af með, eru almenningssalerni. Þau eru eðli málsins samkvæmt ekki á hverju strái í bæði stórum og smáum samfélögum. Þegar íbúafjöldi bæjarfélaga margfaldast á einum sumarmorgni þurfa gangandi gestir að ganga örna sinna og þá vandast málið. Flest sveitarfélög hafa nú leyst úr slíkum málum.

Grundarfjarðarkirkja verði opin ferðamönnum - Skessuhorn