Fréttir
Öldungurinn Mars hvílir lúin bein í sumarblíðunni í Akraneshöfn. Ljósm. hj

Aflasæll öldungur heldur brátt í sína hinstu för

Það vakti að vonum talsverða athygli fyrir nokkru þegar stór togari lagði að bryggju í hinni friðsælu Akraneshöfn þar sem hann hefur legið hreyfingarlaus síðan. Þarna er á ferðinni togarinn Mars í eigu Skipaþjónustu Íslands. Fyrirtækið eignaðist skipið árið 2021 og hefur það síðan sinnt ýmsum verkefnum ótengdum fiskveiðum.