Fréttir
Hér er dróninn staddur yfir landi Galtarlækjar en fjær er iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Ljósm. mm

Nefndin samþykkti að auglýsa aðalskipulag nýrrar hafnar í Hvalfirði

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum á miðvikudaginn að auglýst yrði tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýrri höfn í landi Galtarlækjar í Hvalfirði. Endanleg ákvörðun um auglýsinguna bíður sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Nefndin samþykkti að auglýsa aðalskipulag nýrrar hafnar í Hvalfirði - Skessuhorn