Fréttir

Stærsta ferðahelgi ársins fer í hönd

Að líkindum verður komandi helgi ein sú stærsta í umferðinni hérlendis. Margir landsmenn eru nú að hefja sumarleyfi og leggja þá gjarnan land undir fót. Um helgina eru fjölmörg mannamót skipulögð. Hér á Vesturlandi má nefna Írska daga á Akranesi, Ólafsvíkurvöku og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Búast má við fjölmenni á alla þessa staði. Auk þess má nefna N1 mótið í knattspyrnu á Akureyri, Bæjarhátíð Bíldudals, Allt í blóma í Hveragerði og Goslokahátíð í Eyjum. Spáð er fremur mildu veðri um helgina en þó er möguleiki að stöku skúrir falli.