Fréttir

true

Búfræðikennarar í fræðsluferð til Þýskalands

Þessa vikuna eru 12 búfræðikennarar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í fræðsluferð í Þýskalandi á vegum Erasmus+ starfsþjálfunarverkefnis. Samstarfsskóli LbhÍ; DEULA Nienburg er leiðandi verknámsskóli sem býður fjölda sérhæfðra námsleiða, styttri sem lengri, og góða aðstöðu fyrir þátttakendur. Auk þess að kynnast nýjustu tækni og aðferðum í evrópskum landbúnaði mun hópurinn leggja drög að námskeiði fyrir búfræðinema.…Lesa meira

true

Hafnarfjall Ultra fjallvegahlaupið tókst með ágætum – myndasyrpa og úrslit

Hlaupahópurinn Flandri hefur undanfarna mánuði lagt drög að utanvegahlaupinu Hafnarfjall Ultra. Komið var að stóru stundinni í gærmorgun þegar um 150 hlauparar voru ræstir í þetta ofurhlaup frá körfuboltavellinum við Hjálmaklett í Borgarnesi klukkan 10. Þar var búið að slá upp tjaldi og aðstöðu fyrir starfsfólk og keppendur. Þegar hlauparar komu í mark gátu þeir…Lesa meira

true

Ágæt stemning á Brákarhátíð og Hinsegin hátíð Vesturlands – myndasyrpa

Brákarhátíð í Borgarnesi og Hinsegin hátíð Vesturlands var að þessu sinni slegið saman. Hófst hátíðin á fimmtudaginn og lauk í gærkvöldi. Dagskráin var sett þannig upp að fjölskyldur gætu sem mest notið saman. Nefna má að boðið var upp á siglingu um fjörðinn, sundlaugardiskó, dögurð kvenfélagskvenna, frisbí golfkeppni, leikhópurinn Lotta var í Skallagrímsgarði, loppumarkaður, regnbogamessa,…Lesa meira

true

Fjölbreyttir og ennþá fjölskylduvænni Írskir dagar hefjast í næstu viku

Ein af stærri bæjarhátíðum landsins, Írskir dagar, hefst á Akranesi í næstu viku. Þrátt fyrir að þungi hátíðarinnar sé eins og áður fyrstu helgina í júlí hefur hátíðin eða réttara sagt viðburðir henni tengdir teygst á fleiri daga fyrstu viku júlímánaðar. Í raun má segja að dagskrá Írskra daga hefjist að kvöldi þriðjudagsins 1. júlí…Lesa meira

true

Góð stemning við upphaf Brákarhátíðar og Hinsegin hátíðar Vesturlands – syrpa

Formleg dagskrá Brákarhátíðar í Borgarnesi og Hinsegin hátíðar Vesturlands hófst í gær. Þá fór m.a. fram opna Borgarnesmótið í frisbí golfi og sundlaugardiskó var í lauginni í boði Arion banka. Leikhópurinn Lotta var einnig með sýningu á Hróa Hetti í Skallagrímsgarði. Dagskráin heldur síðan áfram í dag, þar sem m.a. verður Regnbogamessa, fjör í Brákarey…Lesa meira

true

Framlög til jöfnunar tónlistarnáms

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur með samþykki Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra veitt samtals rúmum 26 milljónum króna til þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi til eflingar og jöfnunar á aðstöðumun tónlistarnema skólaárið 2025-2026. Úthlutunin er samkvæmt reglum Jöfnunarsjóðsins og er ætlað að gera nemendum kleift að stunda tónlistarnám óháð búsetu og efnahag. Framlagið skal renna til greiðslu kennslukostnaðar nemenda…Lesa meira

true

Góður gangur í lagfæringum Dagverðarneskirkju

„Það er rífandi gangur við lagfæringar á Dagverðarneskirkju,“ skrifar Bára Sigurðardóttir á Lyngbrekku í Dölum sem farið hefur í broddi fylkingar hóps sem vinnur að endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Hún segir að smiðir séu nú búnir að vera að vinna við kirkjuna í þrjár vikur. „Búið að rétta kirkjun af, klæða á pappa og komnir í…Lesa meira

true

Tvöföldun vegar um Kjalarnes ekki boðin út á þessu ári

Allt frá því að tvöföldun vegar um Kjalarnes frá Varmhólum að Vallá var tekin í notkun fyrir tæpum tveimur árum hefur annars áfanga verksins, frá Vallá að Hvalfjarðargöngum, verið beðið. Á ýmsu hefur gengið í því efni og mun hægar en flestir hefðu viljað. Heldur hækkaði brúnin hjá mörgum þegar verkið birtist á vef Vegagerðarinnar…Lesa meira

true

Mikið viðbragð þegar leki kom að fiskibáti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í gær í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins. Fréttavefurinn Vísir greindi fyrst frá. Í…Lesa meira

true

Bifröst verði ekki einsleit byggð langtímaflóttafólks

Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til þess að breyta um stefnu í útleigu húsnæðis á Bifröst þannig að hún verði; „sjálfbær frá sjónarhóli sveitarfélagsins,“ eins og segir í samþykkt byggðaráðsins. Fyrir nokkrum vikum síðan var ákveðið að setja aðalbyggingar Háskólans á Bifröst í sölu auk 65 íbúða á stúdentagörðum skólans. Byggð og mannlíf…Lesa meira