Fréttir

Framlög til jöfnunar tónlistarnáms

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur með samþykki Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra veitt samtals rúmum 26 milljónum króna til þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi til eflingar og jöfnunar á aðstöðumun tónlistarnema skólaárið 2025-2026. Úthlutunin er samkvæmt reglum Jöfnunarsjóðsins og er ætlað að gera nemendum kleift að stunda tónlistarnám óháð búsetu og efnahag. Framlagið skal renna til greiðslu kennslukostnaðar nemenda í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og söng. Akraneskaupstað var veitt framlag að upphæð tæpar 15,5 milljónir króna vegna 16 nemenda, til Borgarbyggðar var framlagið tæpar 3,5 milljónir króna vegna þriggja nemenda og til Stykkishólmsbæjar var veitt rúmum 7 milljónum króna vegna tveggja nemenda.