Fréttir
Stærsti viðburður Írskra daga er jafnan Brekkusöngurinn á Þyrlupallinum. Frábær stemning var á síðasta ári. Ljósm. mm

Fjölbreyttir og ennþá fjölskylduvænni Írskir dagar hefjast í næstu viku

Ein af stærri bæjarhátíðum landsins, Írskir dagar, hefst á Akranesi í næstu viku. Þrátt fyrir að þungi hátíðarinnar sé eins og áður fyrstu helgina í júlí hefur hátíðin eða réttara sagt viðburðir henni tengdir teygst á fleiri daga fyrstu viku júlímánaðar. Í raun má segja að dagskrá Írskra daga hefjist að kvöldi þriðjudagsins 1. júlí þegar rifjaður verður upp rúnthringurinn frægi á Akranesi og dagskránni lýkur sunnudagskvöldið 6. júlí með tónleikunum Keltnesk hljóð í Tónbergi. Á milli þessara tveggja viðburða er nánast samfelld dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.