Fréttir

true

Staða miðlunarlóna með ágætum

Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar er með ágætum nú í lok júní. Í tilkynningu kemur fram að innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar, það sem af er þessu ári, hefur verið hagfellt og vorflóðin í maí skiluðu sér vel inn í lónin. Til dæmis fór Blöndulón á yfirfall tímabundið í lok maí. Hægt hefur á vatnssöfnun nú í…Lesa meira

true

Afskiptum lögreglu af ungmennum fjölgar

Afskiptum lögreglu af ungmennum á Vesturlandi fjölgaði á milli áranna 2022 og 2024. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Rósu Guðbjartsdóttur alþingismanns. Rósa óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum ungmennum, 18 ára og yngri, hefði lögreglan haft afskipti af ár hvert undanfarin þrjú ár. Í svari ráðherra kemur fram að samkvæmt…Lesa meira

true

Ný líkamsræktarstöð WorldFit Ægir opnar í október á Akranesi

Í dag var skrifað undir samning milli Akraneskaupstaðar annars vegar og Lauga ehf. hins vegr, sem á og rekur World Class líkamsræktarstöðvar víða á landinu, um leigu á íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum ásamt því rými sem hýst hefur líkamsræktarstöðina í sömu húsakynnum fram til þessa.   Það voru Haraldur Benediktsson bæjartjóri og Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs…Lesa meira

true

Stendur vaktina meðan kerla liggur á

Talið er að fjölgun sé nú aftur að verða í rjúpnastofninum eftir nokkur rýr ár. Meðfylgjandi mynd var tekin af rjúpnakarra í Borgarfirði um liðna helgi. Hann er nú að mestu kominn í sumarbúninginn, kerlingin liggur á hreiðri en hann hefur það hlutverk að fylgjast með aðsteðjandi hættum, sem geta verið ýmsar. Sest þá gjarnan…Lesa meira

true

Tilboð í almenningssamgöngur undir kostnaðaráætlun

Á dögunum voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í almenningssamgöngur á landi á landsbyggðinni tímabilið 1. janúar 2026 – 31.12. 2027 með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum eitt ár í senn. Í öllum tilfellum voru tilboð undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Fjögur tilboð bárust í almenningssamgöngur á Vestur- og Norðurlandi. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var að fjárhæð rúmar…Lesa meira

true

Kraftur í nýbyggingum í Borgarnesi

Þessa dagana eru iðnaðarmenn víða að störfum í Borgarnesi og hús að rísa. Að vísu er einnig unnið við fækkun húsa því niðurrifa fyrrum sláturhúss og frystihúss í Brákarey er í fullum gangi. Við vesturenda Skallagrímsvallar er byrjað að slá upp fyrir grunni fjölnota íþróttahúss og búið að reka niður staura sem húsið mun hvíla…Lesa meira

true

Gert klárt fyrir Hafnarfjall Ultra utanvegahlaupið

Utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra verður ræst klukkan 10 á laugardaginn frá körfuboltavellinum við Hjálmaklett í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta hlaup fer fram en engu að síður er þátttaka góð. Að sögn Kristins Óskars Sigmundssonar eru 120 hlauparar skráðir til leiks og kveðst hann ánægður með þátttökuna. Það er Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi…Lesa meira

true

Á fjórða hundrað ungmenna hittast á Snæfellsnesi

Það verður blásið í herlúðra á Snæfellsnesi um helgina en landsmót unglingadeilda Landsbjargar fer þar fram með pompi og prakt. Tæplega 400 ungmenni eru skráð úr unglingadeildum um allt land. Helsta fjörið fer fram í Ólafsvík og á Hellissandi, hefst í dag og stendur til laugardags. Dagskráin er fjölbreytt en hópefli, póstavinna og fundarhöld verða…Lesa meira

true

Samþykktu kaup á nýjum dælubíl

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga um kaup á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Efnt var til útboðs í aðdraganda kaupanna og barst eitt tilboð. Það var frá Ólafi Gíslasyni og Co ehf. að fjárhæð rúmar 21,3 milljónir króna. Þar sem tilboðið er innan ramma kostnaðaráætlunar ákvað byggðarráð að taka því.Lesa meira

true

Aukafjárveiting til neyðarviðgerða í vegamálum óafgreidd hjá Alþingi

Aukafjárveiting sú að fjárhæð þrír milljarðar króna sem ætlað er til neyðarviðgerða í sumar er ennþá óafgreidd á Alþingi. Málið hefur ekki komist á dagskrá þingsins. Innviðaráðherra kennir málþófi stjórnarandstöðunnar um. Vegagerðarmenn bíða í ofvæni enda líður hratt á þann þrönga tíma sem þeir hafa til viðhaldsframkvæmda í sumar. Í grein sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra…Lesa meira