
Slökkviliðsmenn á æfingu. Ljósm. úr safni
Samþykktu kaup á nýjum dælubíl
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga um kaup á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar. Efnt var til útboðs í aðdraganda kaupanna og barst eitt tilboð. Það var frá Ólafi Gíslasyni og Co ehf. að fjárhæð rúmar 21,3 milljónir króna. Þar sem tilboðið er innan ramma kostnaðaráætlunar ákvað byggðarráð að taka því.